"

8 Fylki í Excel

Þegar við notum fylkjareikning til að fást við raunverulegar tölur, fremur en óþekktar stærðir, verða reikningarnir fljótt afar viðamiklir þótt reiknireglurnar séu í sjálfu sér einfaldar. Þar koma tölvurnar okkur til bjargar, og það er lítil ástæða til að nemendur eyði tíma sínum í vinnu sem auðvelt er að láta tölvur annast.

Við skulum þess vegna skoða hvernig fylkjareikningur er framkvæmdur í Excel sem flestir ættu að hafa aðgang að.

Í eldri útgáfum af Excel þarf að ljúka formúlu með CtrlShiftEnter (halda Ctrl og Shift niðri og slá á Enter) í stað þess að slá aðeins Enter, en í yngri útgáfum af Excel dugar þó Enter.

Einnig þarf í eldri útgáfum af Excel að vita hvað stórt fylki kemur út úr þeirri aðgerð sem notuð er. Því þarf að velja (skyggja eða ljóma upp) þá reiti sem innihalda eiga útkomuna og slá síðan inn formúluna sem Excel reiknar. Í yngri útgáfum þarf þess ekki, stak í línu 1, dálki 1 kemur í þann reit sem bendillinn er og Exel reiknar úr rétta stærð af fylki.

Fylkjaaðgerðir í Excel eru :

Samlagning og frádráttur : +/

Margföldun MMULT(fylki;fylki)


Andhverfa MINVERSE(fylki)


Bylt fylki TRANSPOSE(fylki)


Ákveða fylkis MDETERM(fylki)

Sýnidæmi 9.1

Gefin eru fylkin [latex]A = \begin{bmatrix} 1 & 2 & 3 \\ 4 & 5 & 6 \end{bmatrix}[/latex] og [latex]B = \begin{bmatrix} 7 & 8 \\ 8 & 9\end{bmatrix}[/latex]

Notið Excel til að finna:

a)  [latex]det(A)[/latex] og [latex]det(B)[/latex]

b)  [latex]A^{-1}[/latex] og [latex]B^{-1}[/latex]

c)  [latex]AB[/latex] og [latex]BA[/latex]

d)  [latex]21A-BA[/latex]

e)  [latex](AA^T)^{-1}[/latex]

Lausn:

Lausnin er sýnd í skjáupptökunni hér fyrir neðan (12:02 mín.) Athugið að hér er unnið með eldri útgáfu af Excel og því eru hér valdir þeir reitir sem útkoman skal koma áður en formúlan er sett inn og því lokið með Crl-Shift-Enter. En í yngri útgáfum af Excel þarf ekki að velja fyrst stærðina af fylkinu og nóg að ýta á Enter.

https://youtu.be/0VhJM5YnthU

[latex]\square[/latex]

Sýnidæmi 9.2

Leysum jöfnuhneppið í Excel

[latex]\begin{align*} -a+2c+c & = 2 \\ 2a+4b \qquad & =2 \\3a+6b+c & =4 \end{align*}[/latex]

Lausn:

Lausnin er sýnd á skjáupptökunni (4:53 mín.) hér fyrir neðan. Fyrst er jöfnuhneppið leyst í tveimur skrefum, en síðan í einu skrefi (byrjar á 3:56 mín.). Hér er sama athugasemd og ofar um eldri og yngri gerð af Excel.

https://youtu.be/_dKVVD2P8pc

[latex]\square[/latex]

 

License

Icon for the Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License

Fylki Copyright © by Hrönn Pálsdóttir is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License, except where otherwise noted.