"

4 Ferningsfylki

Í þessum kafla er farið í fernings-, hornalínu- og einingarfylki.

Fylki sem hafa jafn margar línur og dálka kallast ferningsfylki.

Sýnidæmi 4.1

Búið til dæmi um ferningsfylki sem eru [latex]2 \times 2[/latex] og [latex]3 \times 3[/latex] að stærð.

Lausn:

Dæmi um slík fylki eru:

 [latex]A= \begin{bmatrix} 1 & 2 \\ 3 & 4 \end{bmatrix}[/latex] er [latex]2 \times 2[/latex] ferningsfylki og

[latex]B= \begin{bmatrix} a & b & c \\ d & e & f \\ g & h & i \end{bmatrix}[/latex] er [latex]3 \times 3[/latex] ferningsfylki.

[latex]\square[/latex]

Hornalínufylki

Ferningsfylki sem hafa öll stök 0 nema í hornalínunni niður til hægri, en þar getur verið hvaða stak sem er, kallast hornalínufylki.

Sýnidæmi 4.2

Búið til dæmi um hornalínufylki sem eru [latex]2 \times 2[/latex] og [latex]4 \times 4[/latex] að stærð.

Lausn:

Dæmi um slík fylki eru:

 [latex]A= \begin{bmatrix} a & 0 \\ 0 & b \end{bmatrix}[/latex] er [latex]2 \times 2[/latex] hornalínufylki og

[latex]B= \begin{bmatrix} -1 & 0 & 0 & 0 \\ 0 & 2 & 0 & 0 \\ 0 & 0 & 7 & 0 \\ 0 & 0 & 0 & 5 \end{bmatrix}[/latex] er [latex]4 \times 4[/latex] hornalínufylki.

[latex]\square[/latex]

Einingarfylki

Hornalínufylki sem hefur töluna 1 í allri hornalínunni niður til hægri kallast einingarfylki. Einingarfylki eru almennt táknuð með stóru [latex]I[/latex].

Sýnidæmi 4.3

Búið til dæmi um einingarfylki sem eru [latex]2 \times 2[/latex] og [latex]4\times 4[/latex] að stærð.

Lausn:

Einingarfylkin eru:

 [latex]A= \begin{bmatrix} 1 & 0 \\ 0 & 1 \end{bmatrix}[/latex] er [latex]2 \times 2[/latex] einingarfylki og

[latex]I= \begin{bmatrix} 1 & 0 & 0 & 0 \\ 0 & 1 & 0 & 0 \\ 0 & 0 & 1 & 0 \\ 0 & 0 & 0 & 1 \end{bmatrix}[/latex] er [latex]4 \times 4[/latex] einingarfylki.

[latex]\square[/latex]

Einingarfylki eru margföldunarhlutleysa fylkja (þar sem stærð [latex]I[/latex] ræðst af stærð [latex]A[/latex], það er:
[latex]AI=A[/latex] og [latex]IA=A[/latex]

Í myndbandinu (5:03 mín.) hér fyrir neðan er farið í helstu þætti kaflans:

https://youtu.be/4bElwMIGtjg

 

License

Icon for the Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License

Fylki Copyright © by Hrönn Pálsdóttir is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License, except where otherwise noted.