3 Fylkjaaðgerðir
Í þessum hluta verður farið í reikniaðgerðir fylkja, það er margföldum með fasta, samlagningu og margföldun fylkja. Þá verða bylt fylki líka tekin fyrir hér.
Fylki margfaldað með fasta
Þegar fylki er margfaldað með fasta (tölu), [latex]k[/latex], þá er sérhvert stak fylkisins margfaldað með [latex]k[/latex]-inu, það er
Ef [latex]A=\begin{bmatrix} a & b \\ c & d \\ e & c \end{bmatrix}[/latex] þá er [latex]kA=\begin{bmatrix} ka & kb \\ kc & kd \\ ke & kc \end{bmatrix}[/latex].
Sýnidæmi 3.1
Gefin eru fylkin:
[latex]A =\begin{bmatrix} 3 & -1 \\ -2 & 4 \\ 2 & 1 \end{bmatrix}[/latex] og [latex]B =\begin{bmatrix} 4 & 2 & 1 \\ -2 & 3 & 6 \end{bmatrix}[/latex]
Finnið [latex]3A[/latex] og [latex]-\frac{1}{2}B[/latex].
Lausn:
[latex]3A = \begin{bmatrix} 3\cdot 3 & 3\cdot (-1) \\ 3\cdot (-2) & 3\cdot 4 \\ 3\cdot 2 & 3\cdot 1 \end{bmatrix} =\begin{bmatrix} 9 & -3 \\ -6 & 12 \\ 6 & 3 \end{bmatrix}[/latex] og [latex]-\frac{1}{2} B =\begin{bmatrix} -2 & -1 & -\frac{1}{2} \\ 1 & -\frac{3}{2} & -3 \end{bmatrix}[/latex]
[latex]\square[/latex]
Í þessu myndbandi (1:32 mín) er sýnt hvernig fylki er margfaldað með fasta:
Reglur um margföldun fylkja með fasta (tölu):
- [latex](k+l)A = kA+lA[/latex], [latex]k[/latex] og [latex]l[/latex] eru fastar
- [latex]k(A+B)=kA+kB[/latex], [latex]k[/latex] er fasti
- [latex](kA)B = A(kB) = k(AB)[/latex], [latex]k[/latex] er fasti
- [latex](kl)A = k(lA)[/latex], [latex]k[/latex] og [latex]l[/latex] eru fastar
- [latex]1A = A[/latex]
- [latex](-1)A = -A[/latex]
- [latex]0A = 0[/latex] sem er núllfylki, öll stökin eru núll.
Samlagning fylkja
Þegar leggja skal saman tvö fylki sem eru jafn stór þá eru stök í sömu sætum lögð saman og mynda þannig nýtt fylki, á Mynd 3.1 er þetta sýnt sem rautt + grænt = blátt.
Mynd 3.1 Samlagning fylkja
Sýnidæmi 3.2
Gefin eru fylkin:
[latex]A = \begin{bmatrix} 1 & 2 \\ 3 & 4 \\ 4 & 6 \end{bmatrix}[/latex] og [latex]B = \begin{bmatrix} 7 & 8 \\ -6 & 5 \\ -4 & 3 \end{bmatrix}[/latex]
Reiknið [latex]A + B[/latex].
Lausn:
[latex]A + B = \begin{bmatrix} 1 & 2 \\ 3 & 4 \\ 4 & 6 \end{bmatrix} + \begin{bmatrix} 7 & 8 \\ -6 & 5 \\ -4 & 3 \end{bmatrix} = \begin{bmatrix} 1+7 & 2+8 \\ 3+(-6) & 4+5 \\ 4+(-4) & 6+3 \end{bmatrix} = \begin{bmatrix} 8 & 10 \\ -3 & 9 \\ 0 & 9 \end{bmatrix}[/latex]
[latex]\square[/latex]
Nú er frádráttur mögulegur þar sem [latex]A-B=A+(-1)B[/latex]. Þetta þýðir að sérhvert stak í fylkinu B er dregið frá staki í sama sæti í fylkinu A.
Sýnidæmi 3.3
Gefin sömu fylki og í sýnidæmi 3.2
[latex]A = \begin{bmatrix} 1 & 2 \\ 3 & 4 \\ 4 & 6 \end{bmatrix}[/latex] og [latex]B = \begin{bmatrix} 7 & 8 \\ -6 & 5 \\ -4 & 3 \end{bmatrix}[/latex]
Reiknið [latex]A - B[/latex].
Lausn:
[latex]A-B = \begin{bmatrix} 1-7 & 2-8 \\ 3-(-6) & 4-5 \\ 4-(-4) & 6-3 \end{bmatrix} = \begin{bmatrix} -6 & -6 \\ 9 & -1 \\ 8 & 3 \end{bmatrix}[/latex]
[latex]\square[/latex]
Forsenda fyrir því að hægt sé að leggja saman fylki er að fylkin séu af sömu stærð, að það eru bæði jafnmargar línur og jafnmargir dálkar í fylkjunum.
Samlagningu fylkja má sjá í myndbandinu (2:42 mín.):
Reglur um samlagningu fylkja:
- [latex]A + B = B + A[/latex]
- [latex]A + (-1)A = 0[/latex], það er núllfylki með öll stök núll.
- [latex]A + 0 = 0 + A = A[/latex], núllfylkið [latex]0[/latex] er samlagningarhlutleysa
- [latex](A + B) + C = A + (B + C)[/latex]
Margföldun fylkja
Margföldun fylkja er aðeins flóknari en reikniaðgerðirnar hér á undan.
Þegar margfalda skal saman fylkin [latex]A[/latex] og [latex]B[/latex] þá fæst nýtt fylki, köllum það [latex]C[/latex] þannig að [latex]C=AB[/latex]. Í sæti [latex]ij[/latex] í fylki [latex]C[/latex] kemur summa margfeldis staka í línu [latex]i[/latex] í fylkinu [latex]A[/latex] og staka í dálki [latex]j[/latex] í fylkinu [latex]B[/latex], eins og sýnt er á Mynd 3.2.
Mynd 3.2 Margföldun fylkja
Sýnidæmi 3.4
Gefin eru fylkin:
[latex]A= \begin{bmatrix} 2 & 3 \\ -1 & 4 \end{bmatrix}[/latex] og [latex]B= \begin{bmatrix} 3 & -2 \\ 1 & 5 \end{bmatrix}[/latex]
Reiknið [latex]AB[/latex] og [latex]BA[/latex].
Lausn:
[latex]AB= \begin{bmatrix} 2\cdot 3 + 3\cdot 1 & 2\cdot (-2) + 3\cdot 5 \\ (-1)\cdot 3 + 4\cdot 1 & (-1)\cdot (-2) + 4\cdot 5 \end{bmatrix} =\begin{bmatrix} 9 & 11 \\ 1 & 22 \end{bmatrix}[/latex]
[latex]BA= \begin{bmatrix} 3\cdot 2 + (-2)\cdot (-1) & 3\cdot 3 + (-2)\cdot 4 \\ 1\cdot 2 + 5\cdot (-1) & 1\cdot 3 + 5\cdot 4 \end{bmatrix} =\begin{bmatrix} 8 & 1 \\ -3 & 23 \end{bmatrix}[/latex]
[latex]\square[/latex]
Af þessu litla dæmi þá sjáum við að röð fylkjanna í skiptir máli þegar fylki eru margfölduð saman, víxlregla margföldunar gildir ekki um fylki, það er[latex]AB \neq BA[/latex].
Forsenda fyrir því að hægt sé að margfalda saman fylki er að fjöldi dálka í fremra fylkinu (vinstra megin) þarf að vera jafn fjölda lína í aftara fylkinu (hægra megin). Þannig að forsenda fyrir að [latex]A\cdot B[/latex] sé möguleg er að stærð [latex]A[/latex] sé [latex]m \times q[/latex] og stærð [latex]B[/latex] sé [latex]q \times n[/latex] og þá verður nýja fylkið [latex]A\cdot B[/latex] að stærð [latex]m \times n[/latex], sjá Mynd 3.3.
Mynd 3.3 Stærðarforsendur fyrir margfeldi fylkja og stærð útkomufylkisins
Margföldun fylkja er sýnd í þessu myndbandi (11:13 mín):
Tökum annað sýnidæmi.
Sýnidæmi 3.5
Gefin eru fylkin:
[latex]A= \begin{bmatrix} 4 & 2 & -3 \\ -1 & 7 & 5 \end{bmatrix}[/latex] og [latex]B= \begin{bmatrix} 3 & -2 & -1 \\ 6 & -4 & 0.5\\ 1 & 5 & 2 \end{bmatrix}[/latex].
Reiknið [latex]AB[/latex].
Lausn:
Fylkið [latex]A[/latex] er [latex]2\times 3[/latex] fylki og [latex]B[/latex] er [latex]3\times 3[/latex], því er hægt að margfalda saman fylkin þar sem fjöldi dálka í [latex]A[/latex] er jafn fjölda lína í [latex]B[/latex] og útkomufylkið verður [latex]2 \times 3[/latex] fylki, það er:
[latex]AB= \begin{bmatrix} 4\cdot 3 + 2\cdot 6 + (-3)\cdot 1 & 4\cdot (-2) + 2\cdot (-4) + (-3)\cdot 5 & 4\cdot (-1) + 2\cdot (0,5) + (-3)\cdot 2\\ (-1)\cdot 3 + 7\cdot 6 + 5\cdot 1 & (-1)\cdot (-2) + 7\cdot (-4) + 5\cdot 5 & (-1)\cdot (-1) + 7\cdot (0,5) + 5\cdot 2 \end{bmatrix}[/latex]
[latex]=\begin{bmatrix} 21 & -31 & -9\\ 44 & -1 & 14.5 \end{bmatrix}[/latex]
[latex]\square[/latex]
Hins vegar er ekki hægt að framkvæma margföldunina [latex]BA[/latex], þar sem þá er verið að reyna að margfalda saman [latex](3\times 3)[/latex] og [latex](2\times 3)[/latex] fylki, fjöldi dálka í fremra fylkinu, [latex]B[/latex], eru [latex]3[/latex] sem ekki er jafnt fjölda lína í seinna fylkinu, [latex]A[/latex], sem eru [latex]2[/latex]. En það þarf að fara saman sbr. grænu örvarnar á Mynd 3.3 hér ofar. Forsendur fyrir margföldun eru því brostnar.
Reglur um margföldun fylkja:
- [latex]A(BC) = (AB)C[/latex]
- [latex]A(B+C) = AB+AC[/latex]
- [latex](A+B)C = AC+BC[/latex]
- [latex]IA = IA = A[/latex], þar sem [latex]I[/latex] er einingarfylki, sjá næsta kafla
- [latex]k(AB) = (kA)B = A(kB)[/latex]
- EF [latex]AB = AC[/latex] þá er [latex]B = C[/latex]
- EF [latex]BA = CA[/latex] þá er [latex]B = C[/latex]
Bylt fylki
Að bylta fylki (e. transpose matrix) þýðir að línur verða að dálkum og dálkar verða að línum. Þetta er táknað með uppskrifuðu stóru [latex]T[/latex] hægra megin við fylkið ([latex]T[/latex] fyrir Transpose). Þannig að fylkið [latex]A[/latex] bylt er táknað með [latex]A^T[/latex].
Sýnidæmi 3.5
Gefið er fylkið:
[latex]A= \begin{bmatrix} 1 & 2 & 3 \\ 4 & 5 & 6 \end{bmatrix}[/latex].
Finnið [latex]A^T[/latex].
Lausn:
[latex]A^T= \begin{bmatrix} 1 & 4 \\ 2 & 5 \\ 3 & 6 \end{bmatrix}[/latex].
[latex]\square[/latex]
- [latex](A^T)^T = A[/latex]
- [latex](A + B)^T = A^T +B^T[/latex]
- [latex](kA)^T = kA^T[/latex]
- [latex](AB)^T = B^T A^T[/latex]
Heimildir mynda
Mynd 3.1 Quartl, CC BY-SA 3.0 hjá Wikimedia Commons, sótt 19.apr.2022 á
https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Matrix_addition_qtl2.svg.
Mynd 3.2 Svjo, CC BY-SA 4.0 hjá Wikimedia Commons, sótt 19.apr.2022 á
https://commons.wikimedia.org/wiki/File:MatrixMultiplication.png.