Inngangur
Fylkjareikningur skýtur víða upp kollinum í hagnýtri stærðfræði og sér í lagi er hann ómissandi þegar tölvur koma í spilið. Í næsta kafla er stiklað á stóru um hvar fylki eru notuð en þar er langt því frá tæmandi upptalning.
Áður en farið er í fylki eru [latex]n-[/latex]víðir vigrar kynntir, svo er farið í grunnatriði fylkja, þ.e. hvað er fylki, reikniaðgerðir fylkja, bylt fylki og fernings- hornalínu- og einingarfylki. Síðan er farið í ákveðu og andhverfu fylkja.
Þá er komið að lausn á fylkjajöfnum með 2[latex]\times[/latex]2 fylki, lausn jöfnuhneppa og jöfnu bestu línu gegnum punktasafn. Síðan eru það tvívíðar línulegar varpanir með stækkun/minnkun, snúning og hliðrun auk samsettra varpana. Að lokum er farið í hvernig hægt er að reikna með fylkjum í Excel.